150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:17]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þó að við höfum hafnað því sem nefnd að leggja málið fram þá stóðum við ekki í vegi fyrir því að formaður gæti flutt þetta mál og hann getur það áfram. Síðan vil ég bara segja það að á fundinum í gær kom það fram hjá sérfræðingi í vinnurétti að þetta gæti mögulega valdið skaðabótarétti á ríkið. Það kom fram í hans orðum, hvernig sem fólk skildi það. Við lögðumst ekki gegn þessu máli. Aftur á móti lögðum við til að við myndum sameiginlega sem nefnd gefa út yfirlýsingu. Minni hlutinn hafnaði því. Það var nú málið. Við fengum kynningu á frumvarpinu sem var með þrengri skilyrðum, sem tæki fastar á málinu. Við erum að fá það inn í nefndina til meðferðar og við töldum bara rétt að bíða eftir því enda hafði fjöldi sérfræðinga komið að því. Við erum ekkert að gera lítið úr hinu málinu. (Forseti hringir.) Það er hægt að flytja það sérstaklega.