150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þessi umræða er núna orðin jafn óskiljanleg og hún var í gær. Ég skil ekki hvernig við getum verið að rífast um þetta, vegna þess að málið er óskaplega einfalt. Við erum sammála. En það furðulegasta við þetta er að meiri hluti nefndarinnar er sammála um að gera einhvern tímann seinna það sem við viljum gera núna. Hvaða rugl er í gangi? (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Gerum þetta núna og gerum þetta ekki seinna. Þeir vilja gera þetta seinna og bíða eftir einhverju öðru, en við vitum ekkert hvað þetta annað verður. Við vitum hvað við ætlum að gera núna og gerum það. Hættum þessu. Þetta er alveg óþolandi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)