150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:27]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er alveg satt hjá hv. þingmanni að við erum öll á sama stað með að við viljum gera breytingar á þessu. Það kom ljós að skilyrði voru ekki nógu ströng, það þyrfti hertar reglur gagnvart þeim fyrirtækjum sem færu þessa leið með launþegum. En við erum ekki sammála um leiðir að því markmiði. Við í meiri hlutanum viljum að vandað sé vel til verka og skilyrðin verði ströng og fleira komi þar inn í og við erum búin að fá kynningu á því máli. Það borgar sig stundum að vanda sig og fara ekki fram með eitthvað í asa. Það var ekkert rætt við okkur í velferðarnefnd af hálfu formanns eða haft samráð um málið. Þegar mál eru flutt af nefnd er búið að vera mikið samráð en ekki einhver einleikur formanns. Hér hefur verið einleikur formanns. Við höfum ekki verið í samtali við undirbúning á því máli sem formaður lagði fram, langt í frá. (Gripið fram í: Þrír fundir. ) (Forseti hringir.)