150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:29]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég verð að segja að ég er nokkru nær um það að það er hrein og klár afstaða meiri hlutans hér á þingi að vilja fara sér hægt í þessu máli, vilja ekki samþykkja ákveðnar reglur varðandi það hverjir fá útfærslu á hlutabótaleiðinni. Það skiptir mig máli þó að ég sé ekki nefndarmaður í velferðarnefnd. Og vel að merkja, það var ekki stjórnarandstaðan sem hóf þessa umræða undir liðnum um fundarstjórn forseta heldur var það þingmaður ríkisstjórnarflokkanna sem hóf þessa umræðu, þannig að því sé haldið til haga. En auðvitað skiptir máli að það komi fram í þingsal hver afstaða meiri hlutans er, í nefndum sem utan þeirra. Við erum öll að leggja okkur fram, öll að reyna að verða að liði, vinna tíma, forgangsraða í þágu Covid-mála, en þá snýst allt hjá stjórnarmeirihlutanum um það hver á málið í staðinn fyrir að fara efnislega í málið sem slíkt. Ekki nema það sé einfaldlega orðin stefna Vinstri grænna (Forseti hringir.) að hægt sé að nota og beita hlutabótaleiðinni hvernig sem er. Það er alla vega ekki mín afstaða.