150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[15:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er kannski allt í lagi að vitna bara í frumvarpið sem liggur hér fyrir, 19. gr.: „Nefnd sem ráðherra skipar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997, hefur eftirlit með framkvæmd þessa kafla …“

Auk þess kom það skýrt fram í ræðu minni og er í skriflegu nefndaráliti að eftir atvikum kunna ákvarðanir viðkomandi viðskiptabanka að sæta málskotsrétti til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, samanber 19. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.