150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[15:12]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að hægt sé að koma einhverjum hlutum á hreint eða að mér takist það, það er nú ekki alltaf svo. Ég ætla bara að benda á að það segir líka í þessu viðurlagaákvæði: fangelsi, allt að sex ára. „Allt að“ þýðir þá „allt að“, það getur verið einn mánuður, nema brot teljist minni háttar. Eðli eða þyngd sektar eða refsingar hlýtur alltaf að taka mið af alvarleika brotsins. Það að einhver sæki t.d. af misskilningi um lokunarstyrk vegna þess að hann taldi að hann væri að framfylgja lögum og lokaði en á kannski ekki rétt á honum, myndu t.d. ekki í mínum huga teljast svik. Hann endurgreiðir þá þá fjárhæð. Lokunarstyrkurinn er 2,4 milljónir. (Forseti hringir.) Aðili sem svíkur hins vegar út lán sem er óvenjuhagstætt, hagstæðasta lán (Forseti hringir.) sem hægt er að fá, upp á 40 milljarða, getur átt sex ára fangelsi yfir höfði sér.