150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[19:04]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P):

Herra forseti. Við Píratar styðjum þessa breytingartillögu. Hún setur fullnægjandi skilyrði þess efnis að aðilar með eignir í skattaskjólum geti ekki notið þess ríkisstuðnings sem frumvarp þetta færir minni fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri. Það er grundvallaratriði að almannafé og hvers konar fjárhagsstuðningur hins opinbera sé ekki veittur rekstraraðila sem nýtir skattaskjól.

Frumvarpið óbreytt kemur ekki í veg fyrir þess háttar misnotkun á almannafé.