150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[19:04]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér reynir á hug og hjörtu þingmanna varðandi skattaskjól. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa farið mikinn og talað um að að sjálfsögðu sé verið að koma í veg fyrir að fyrirtæki í skattaskjólum geti nýtt sér stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum vegna þess að gerð sé sú krafa að fyrirtæki séu með fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Því miður kemur það engan veginn í veg fyrir að fyrirtæki brúki skattaskjól af því að full og ótakmörkuð skattskylda á Íslandi er í rauninni forsenda þess að sá sem notar skattaskjól noti skattaskjól. Þannig er augljóst að viðkomandi er að færa í skattaskjól peninga sem ættu að vera hér. Það er forsenda. Það er engin trygging gegn skattaskjólum, alls ekki. Þess vegna verðum við að styðja (Forseti hringir.) þessa breytingartillögu.