150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[19:06]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Þingflokkur Viðreisnar var eilítið klofinn í afstöðu til þessarar tilteknu tillögu, ekki samt í markmiðunum, langt því frá. Það sem truflar okkur svolítið er að við getum ekki á þeim tíma sem liðinn er frá því að þetta kemur fram og þar til við greiðum atkvæði nákvæmlega lagt niður fyrir okkur hvaða fyrirtæki þetta mun snerta og hvaða fyrirtæki ekki.

Í ljósi þess hins vegar að tilgangurinn er skýr, og ég styð hann, mun ég greiða atkvæði með þessari breytingartillögu.