150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[19:06]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ríkisvaldið er að verja tugmilljörðum króna til að aðstoða fyrirtæki í þeim hörmungum sem nú ríða yfir. Það er nauðsynlegt að gera það til að þau eigi sér einhverja viðspyrnu þegar þessum hörmungum lýkur. Á sama tíma verða tugþúsundir einstaklinga og heimili líka fyrir hremmingum og tekjufalli af sömu ástæðu. Þess vegna hljótum við að gera þá kröfu þegar verið er að verja þessum upphæðum úr samneyslu okkar að það miklar kröfur séu gerðar á þau fyrirtæki sem þiggja þessa hjálp að þau séu ekki með tengsl við skattaskjól eða aflandsfélög.