150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[19:07]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga okkar Samfylkingarmanna er einföld. Hún snýst um mjög einfaldan hlut, um að þeir aðilar sem hafa skotið undan arði, þeir aðilar sem hafa skotið undan fé, þeir aðilar sem geyma fé sitt á öðrum svæðum en á Íslandi, þar sem það er skattskylt til sameiginlegrar neyslu, hafi í rauninni fyrirgert rétti sínum til að njóta framlaga úr sameiginlegum sjóðum. Ég myndi ætla að það blasti við.