150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[19:18]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Forseti. Við greiðum atkvæði um breytingartillögur meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hér er verið að víkka út úrræðið, herða viðurlög og gera skilyrðin stífari til að tryggja að úrræðið verði ekki misnotað og eins að verði það gert verði tekið á þeim vanda.

Þetta eru mikilvægar og góðar breytingartillögur og ég segi já.