150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

fjárhagsstaða stúdenta.

[15:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Vandinn er nú þegar uppsafnaður. Það hefur komið fram að 70% stúdenta vinna með námi, 90% yfir sumartímann. Þetta er fólk sem greiðir skatta og stendur við skyldur sínar. Á sama tíma fær það ekki sömu réttindi og aðrir, fær ekki aðgang að þessu öryggisneti. Spurningin er einföld: Af hverju ekki? Ég vil sem sagt fá að vita hvort hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra sé sammála hæstv. félags- og barnamálaráðherra um að ósk stúdenta um að fá aðgang að atvinnuleysisbótum sé beiðni um að fá pening fyrir að gera ekki neitt. Þessar aðgerðir stjórnvalda, eins og ráðherra minntist á, búa til mörg þúsund opinber störf. Er hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra sammála hæstv. fjármálaráðherra um að það heimskulegasta sem við getum gert á þessum tímapunkti sé að fjölga opinberum störfum?