150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

fjárhagsstaða stúdenta.

[15:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég hef þá sýn að ein besta fjárfesting sem ríkissjóður Íslands fer í sé að fjárfesta í menntun og allri umgjörð sem tengist menntun. Þess vegna erum við að fara í þessar metnaðarfullu aðgerðir og að treysta þann grunn með þeim aðgerðum sem við erum að fara í. Ég tel að eins og staðan er núna sjáum við að það er mikið færnimisræmi á íslenskum vinnumarkaði og þess vegna eigum við að nýta þá stöðu sem uppi er og hafa menntakerfið mjög opið og bjóða upp á allt það nám sem við erum að gera.

Við erum mjög ánægð með þær aðgerðir sem við erum að kynna í sumar en við munum fylgjast mjög náið með því. Þurfum við að búa til fleiri störf með atvinnulífinu þá gerum við það. Við munum gera allt sem við mögulega getum til þess að staða námsmanna á Íslandi sé með allra besta móti. Ég vil líka taka það fram að íslenska skólakerfið hefur unnið algjört kraftaverk á síðustu vikum með því að halda leik- (Forseti hringir.) og grunnskólum gangandi og að á framhaldsskólastigi og háskólastigi séu allir þeir nemendur að klára og fá námsmat. Við eigum að fagna því hversu öflugt menntakerfi við höfum hér á landi.