150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:05]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina en það er nú bara þannig að ég veit ekkert um þennan fíkniefnamarkað og hef aldrei skoðað einhver öpp í símanum eða verið að kynna mér það sérstaklega hve mikið framboð er á börum bæjarins eða verið að kaupa vín þar í bakpokann minn eða annað slíkt. Þannig að ég þekki þetta ekki nógu vel. Ég hef hvergi í orðum mínum í þinginu í dag talað um sölu við neyslurými, ég orðaði það hvergi og hef ekki lýst yfir einhverjum sérstökum áhyggjum af því þó að ég ætti kannski að hafa þær.