150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:10]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda þessa spurningu sem kemur þessu máli ekki neitt við. (Gripið fram í: Nú?) Ég hef sagt og segi það enn og aftur við hv. fyrirspyrjanda að ég hef ekki tekið þátt í yfirboðum Samfylkingarinnar hér í þinginu á síðustu dögum þar sem hverju yfirboðinu á fætur öðru er varpað fram í þingsal og ekkert á bak við það, ekki neitt. Það hafa allir séð í gegnum þau tilboð, hvernig þau eru sett fram og með hvaða hætti. Það mun ekki verða þannig að allir fái allt. Það er algerlega sannfæring mín að meðferðarheimili muni fá stuðning í því sem er að gerast í samfélaginu í dag. Og að reyna að finna svona afsökun er bara mjög léleg þingmennska.