150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:15]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir andsvarið. Ég held að það sé í sjálfu sér ekki svo langt á milli okkar. Við höfum báðir antipat á biðlistum alveg sama hvar þeir eru, og sérstaklega hjá þeim meðferðarstofnunum sem við fjöllum um núna, ég hef miklar áhyggjur af því.

Ég sagði líka í framsögu minni áðan að það væri ákveðinn hópur sem þyrfti að taka utan um. En ég sagði líka að við þyrftum að bera ábyrgð á sjálfum okkur og við þyrftum að passa unga fólkið, svo að það falli ekki í þessa gryfju. Við þurfum að vera með fræðslu og áróður á móti eiturlyfjum en ekki sífellt vera að opna leiðir til að auka neysluna. (Gripið fram í: Áróður?)