150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

verkefni á vegum NATO.

[15:09]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Hér kem ég og svara mjög skýrt fyrirspurn hv. þingmanns og segi það sem satt er, að engin formleg samtöl hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins um þessa uppbyggingu.

Er ég að gera lítið úr spurningu hv. þingmanns? Nei. Ég er hins vegar ekki sammála þeirri nálgun að utanríkispólitískar ákvarðanir eigi að taka út frá sjónarmiðum um efnahagsuppbyggingu og atvinnuuppbyggingu. Mér finnst ekki góður bragur á því þegar við Íslendingar ræðum hagsmuni okkar í varnarsamstarfi við önnur ríki. Við fylgjum þeirri þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur samþykkt eins og ég fór yfir í fyrra svari.

Ég bendi hv. þingmanni á að áhættumat er í undirbúningi fyrir Ísland sem mér finnst mikilvægt að við byggjum allar ákvarðanir okkar í þeim efnum á. Það áhættumat mun liggja fyrir þinginu í haust og er unnið af undirbúningshópi þjóðaröryggisráðs. Við þurfum að vanda okkur þegar um er að ræða jafn mikilvæg mál og þjóðaröryggi Íslendinga.