150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[16:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um frumvarp til laga um launakostnað og uppsagnarfrest. Ég vil spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Miðað við það sem á undan er gengið, í þeim frumvörpum sem hafa verið lögð fram og þessum björgunarleiðöngrum, þ.e. að þeir sem alls ekki hafa þurft á því að halda hafa verið að nýta sér þetta — mjög stöndug fyrirtæki og jafnvel nýbúin að greiða tugi milljarða út í arð — spyr ég hvort honum finnist ekki eðlilegt að í ráðuneytinu væri t.d. settur upp svona hnappur þar sem almenningur gæti — við erum búin að samþykkja frumvarp um vernd uppljóstrara — haft eftirlit með því, fylgst með því, að þessi leið sé ekki misnotuð? (Forseti hringir.) Þar af leiðandi gæti fólk sem sæi fram á að verið væri að misnota þetta (Forseti hringir.) farið beint inn á vef ráðuneytisins og skráð misnotkun.