150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[16:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Fyrirtæki sem hafa grætt á tá og fingri undanfarið og eru mjög vel stöndug geta nýtt sér þetta. Þau geta hreinlega hugsað með sér: Við borgum bara ekki arð næstu árin, ekki upp fyrir það sem við eigum og förum í þetta.

Síðan er annað í þessu: Erum við, ríkið, ekki bara að aðstoða fyrirtæki við segja upp 12.500 manns og setja á atvinnuleysisskrá?