150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[16:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er út af fyrir sig rétt hjá hv. þingmanni að við myndum við venjulegar kringumstæður ekki vera að velta því fyrir okkur hér að veita fyrirtækjum sem eru mjög vel stæð, með mjög mikið eigið fé, mjög mikið laust fé, einhvers konar stuðning. En hér erum við komin í alveg einstakar aðstæður, mjög sérstakar, ekki bara hér á landi heldur víða um lönd. Ég sé ekki fyrir mér hvernig fyrirtæki sem hv. þingmaður vísar til eiga að fara að því að nýta úrræðið og greiða sér arð. Það er alveg skýrt í frumvarpinu að það gengur ekki upp. Reyndar eru við því mjög alvarleg viðurlög ef menn brjóta lögin.

Varðandi síðustu spurninguna, um að hér sé verið að aðstoða fyrirtæki í uppsögn, vísa ég til minna fyrri orða um þá stöðu sem væri uppi. Það væri margt fyrirtækið borgarleikhúsið í dag ef ekki væri fyrir (Forseti hringir.) stuðningsaðgerðir.