150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja.

814. mál
[18:19]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir góð svör og fyrir að leggja málið fram vegna þess að það er mjög mikilvægt. Ég vil hrósa hæstv. ráðherra fyrir að hafa komið fram með það hér vegna þess að málið er ítarlegt og við fyrstu sýn vel unnið. Það kemur til með að gagnast mörgum og eins og staðan er í dag er nánast ógerlegt fyrir fyrirtæki og einstaklinga að tilgreina raunhæfar aðgerðir til að fá samþykkta greiðslustöðvun eins og lögin kveða á um. Skilyrðin eru mjög þröng og var ekki búist við aðstæðum eins og nú eru og þessari óvissu. Ég vil ítreka að við styðjum frumvarpið og það skiptir verulegu máli í þessum aðstæðum. Ég þakka ráðherra fyrir að koma fram með það.