150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:32]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um mjög mikilvægt mál, skaðaminnkunarmál. Það er mjög jákvætt að það sé komið þessa leið í þinginu — er þetta breytingartillaga? (Gripið fram í: Já.) Jæja, breytingartillagan er fín líka. Ég læt þetta samt vera mína atkvæðaskýringu. Ég er mjög ánægð með að neyslurýmin séu komin þetta langt og að það eigi að lagfæra þau til að þau haldi sinni heildstæðu sýn. Auðvitað er rétt næsta skref að afglæpavæða vörsluskammta vímuefna, eins og öll velferðarnefnd hefur komist að niðurstöðu um. Ég hvet nefndina áfram til dáða í þeim efnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)