150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:45]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Þetta mál snýr að viðkvæmum hópi, langt leiddum fíkniefnaneytendum sem eru í raun og veru fársjúkt fólk. Þetta fólk á ekki skilið að búa við fordæmingu samfélagsins heldur alúð, umhyggju og meðferð. Af þessum ástæðum vil ég ekki leggjast gegn þessu frumvarpi. En frumvarpið hefði þó þurft að einkennast í meira mæli af úrræðum sem snúa að meðferð annars vegar og forvörnum hins vegar.

Að öllu þessu virtu mun ég ekki greiða atkvæði að þessu sinni.