150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

stimpilgjald.

313. mál
[16:15]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Forgangsröðun er oft nauðsynleg þegar mikið liggur við, bjargir eru takmarkaðar og þarf að forgangsraða hlutunum. Nú ber svo við að ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa metið það svo að það sé forgangsatriði að ívilna útgerðinni með klæðskerasniðu frumvarpi henni til hagsbóta. Það er vægast sagt sérkennilegt en það er nú einu sinni þannig að í hinum þríeina kýrhaus ríkisstjórnarinnar er margt skrýtið og kemur kannski ekki á óvart hvernig sá þríeini kýrhaus hugsar í þessu máli.