150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

leigufélög, rekstur spilakassa.

[15:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin sem ég er líka algjörlega sammála. Aldrei þessu vant vorum við samtaka í að samþykkja lög, lög um neyslurými. Hvernig væri að við tækjum okkur til og byggjum til spilarými þar sem spilafíklar gætu fengið útrás fyrir fíknina? Það væri hægt að hjálpa þeim. Það er hægt að vera með spilapeninga sem þarf ekki að kaupa heldur bara nota og hugsa út fyrir kassann. Það er svo ömurlegt að Rauði krossinn skuli vera háður þessu, Landsbjörg, björgunar- og slysavarnafélög, SÁÁ og Háskóli Íslands þar sem við erum að mennta fólk. Hvers vegna í ósköpunum erum við með spilakassa úti um allt, í sjoppum og þar sem börn og unglingar hafa þá fyrir augunum? Við hljótum að geta tekið þetta út og við ættum líka að sjá til þess núna, af því að staðirnir hafa verið lokaðir, (Forseti hringir.) að halda þeim lokuðum, finna nýjar leiðir og stöðva þetta.