150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins.

[15:29]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það er mikið nýmæli í samkomulaginu um að færa Keldnalandið inn í þetta félag og þau felast í því að með þessu fyrirkomulagi gefst stjórnvöldum aukið svigrúm til þess innan ramma laga um opinber fjármál að nýta betur efnahagsreikninginn. Eignir sem eru nánast eins og dauðar á efnahagsreikningi ríkisins lifna við ef við finnum leiðir til að skapa úr þeim verðmæti í þróunarfélagi eins og hérna á við. Hvort það þurfi að vanda vel tímasetninguna varðandi framsalið — ég er ekki alveg tilbúinn að úttala mig um hvort gá þyrfti að því hvort út af stæði slíkur ágreiningur að það væri ekki orðið tímabært. Ég vek bara athygli á því að ríkið (Forseti hringir.) er áfram með mjög mikla aðkomu að félaginu.