150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[16:17]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla að hafa hugrekki til að ýta á já og styðja þetta frumvarp en verð samt sem áður að viðurkenna að það er erfitt. Mér finnst erfitt að gefast upp í baráttunni gagnvart fíkniefnum en held engu að síður að það sé skynsamlegt. Ég held að með þessu móti verjum við best þá einstaklinga sem eru háðir þessum vondu efnum og þar af leiðandi er um að ræða heilbrigðismál og líklega er þetta fyrsta skrefið okkar í skaðaminnkun og nýjum leiðum til að berjast gegn þeirri vá sem fíkniefnin eru og þeim samfélagslegu vandamálum sem þau skapa á hverju ári.