150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[16:21]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég styð þetta frumvarp eindregið. Ég tel það ekki bera vitni um uppgjöf í baráttu gegn fíkniefnum. Miklu frekar sýnir það hugrekki til að horfast í augu við raunveruleikann, hugrekki til að sýna mannúð þeim hópum sem mest þurfa á því að halda í þessum aðstæðum. Þetta er mikilvægt og dýrmætt skref sem ég og Viðreisn styðjum heils hugar. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að hafa tekið frumkvæðið og unnið vel með þinginu. Þetta er dæmi um mál, hæstv. forseti, sem hefur verið útfært vel í samstarfi innan þings sem utan.