150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

stimpilgjald.

313. mál
[16:27]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það vakti mikla athygli í samfélaginu og reis upp hneykslunaralda á dögunum þegar uppvíst varð um fyrirframgreiddan arf eigenda stærsta og öflugasta útgerðarfyrirtækis landsins til niðja sinna. Það var fyrirframgreiddur arfur á fyrirframgreiddum arði, svimandi upphæðir. Einn hv. þingmaður, talsmaður stjórnarliðsins í sjávarútvegsmálum, komst ágætlega að orði þegar hún sagði að hér væri um að ræða sumargjöf þessara eigenda til niðja sinna.

Hér greiðum við atkvæði um það hvort við ætlum að taka þátt í því að ríkisstjórn Íslands gefi stórútgerðum í landinu þessa sumargjöf. Ég segi nei.