150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi.

570. mál
[16:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa spurningu og þessa umræðu enda hef ég smááhuga á fjárheimildum, það snýr að þeirri þingnefnd sem ég er aðallega í. Nýlega var veitt fjárheimild í sérstakt átak í þessum málaflokki og ég hefði áhuga á að heyra hvernig þær fjárheimildir hafa nýst til betrumbóta í þessum málaflokki. Einnig finnst mér áhugavert að skoða þetta mál, og þá þingsályktunartillögu sem við höfum verið að vinna með, í tengslum við þá könnun sem gerð var innan Alþingis nýlega sem sýnir einmitt umfang þessa vandamáls, ekki bara á stafræna vettvangnum heldur enn frekar í raunheimum. Ég hvet hæstv. forsætisráðherra til dáða í þessum málum.