150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

hugtakið mannhelgi.

628. mál
[17:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í einhverjar deilur sem mér heyrist enduróma hér inn um notkun hugtaksins í annarri löggjöf sem verið er að fjalla um í velferðarnefnd. Ég hef ekki fylgst með þeirri samræðu og ætla ekki að blanda mér í hana. En þegar kemur að stjórnarskránni þá er það rétt sem fram kom áðan að í tillögu stjórnlagaráðs frá 2011 var í 10. gr. talað um mannhelgi. Í þeirri útgáfu sem lögð var fyrir þingið 2012 hafði ákvæðinu verið breytt samkvæmt áliti sérfræðinga sem þáverandi meiri hluti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði fengið til að vinna fyrir sig og töldu réttara að árétta efnisreglurnar frekar en að nota hugtakið. Þannig að einhver umræða átti sér stað um þetta á þeim tíma. Mér finnst persónulega (Forseti hringir.) óþarfi að setja þetta í stjórnarskrá. Það er auðvitað þannig að við lifum (Forseti hringir.) og mótum löggjöf okkar eftir ýmsum gildum án þess endilega að tiltaka þau í stjórnarskrá.