150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

urðun úrgangs.

787. mál
[18:19]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að nota tækifærið og koma með stutt innlegg í tilefni af því sem hv. fyrirspyrjandi spurði um í sambandi við skaðsemi af völdum urðunarstaða. Ég komst að því þegar ég var að vinna sjónvarpsþætti að nokkrir urðunarstaðir á landinu eru mjög stórir. Við getum nefnt Geirsnef í Reykjavík og Gufunessorphaugana fyrrum þar sem gríðarlegt magn af óflokkuðum úrgangi liggur í grunnvatnsstraumnum þar sem verið er að skola efni út í umhverfið. Víða erlendis hefur komið til tals og var aðeins fjallað um það í þessum þáttum að taka slíka hauga upp, fara í gegnum þá, nota efni úr þeim og koma öðru forsvaranlega fyrir. Ég er ekki að leggja þetta til en þetta er örugglega málefni sem þarf einhvern tíma að taka betur til í. Nú eru þessir haugar eins og í Gufunesi vaktaðir (Forseti hringir.) út frá losun lofttegunda en þetta er samt sem áður áhugavert umræðuefni.