150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

hugtakið mannhelgi.

629. mál
[19:03]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Í þessari umræðu er verið að tala um „human dignity“, eða mannhelgi eins og það er þýtt á íslensku. Skilgreiningin er í lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, sem eru lög á Íslandi, og hún kemur ekki upp úr engu. Við sjáum hvernig hún er fest í þýsku stjórnarskrána. Eftir seinni heimsstyrjöldina sáu menn að við þyrftum að passa upp á og setja eitt gildi ofar öllum eftir þær hörmungar sem þá dundu yfir. Það var mannhelgi. Þannig að mannhelgin, eins og hér kom fram, er spurning um lífið, um líkama manns, persónu hans og æru. Það er það sem við ætlum að verja. Það er það sem þetta snýst allt saman um. Þannig að allar hugmyndir um að ætla að breyta því, breyta orðalagi og svoleiðis, verður að fara gríðarlega varlega í því að annars getum við misst þetta frá okkur því að þetta er skilgreint í alþjóðasáttmálum og stjórnarskrám þeirra ríkja þar sem það hefur ratað víða. Sér í lagi þegar kemur að læknisþjónustu. Ef mannhelgin er ekki efst, ef við verðum t.d. (Forseti hringir.) komin á þann stað að læknar geti tekið (Forseti hringir.) ákvarðanir, ekki á forsendum einstaklings sem er fyrir framan hann (Forseti hringir.) þá er traust til læknisþjónustu farið. Þess (Forseti hringir.) vegna eru þessi atriði inni í læknaeiðnum.