150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

öryggismál og umferðarþjónusta í jarðgöngum.

656. mál
[20:20]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég lýsi yfir ánægju minni með mælendaskrána og sjá að samgöngumál eru kvennamál. Það er grunnurinn að þessu öllu saman, til að tengja samfélögin. Takk fyrir að vekja máls á þessu máli, hv. þingmaður. En það hríslaðist líka um mig gleðihrollur þegar ráðherra taldi upp öll göngin sem komin eru, en það skerpir bara á þeirri hugsun okkar að við viljum meira, við viljum fleiri göng. Við þurfum fleiri göng og við fyrir austan og norðan getum alveg tekið við fleiri göngum líkt og Vestfirðingar. Með hverjum göngum erum við að auka öryggi okkar. Vegfarendur eru miklu öruggari eftir því sem við fáum fleiri göng og öll vinna við göng og vegi er unnin með öryggissjónarmið að leiðarljósi, og er það vel. Ég vil þakka fyrir þessa góðu umræðu og hvetja okkur áfram í því að byggja fleiri göng.