150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

endurskoðun reglugerðar nr. 189/1990.

601. mál
[21:02]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að hér erum við að ræða hversu mikilvægur gróður jarðar er fyrir tilveru okkar á jörðinni á ári plöntuheilbrigðis. Landbúnaður, ræktun og matvælaframleiðsla hvílir öll á plöntuheilbrigði. Þar erum við Íslendingar í dauðafæri með okkar hreinu heilbrigðu búfjárstofna, jarðvarma, hreina vatn, jarðveg og landrými. Eins og dæmin sanna er snúið og vandasamt að losa okkur við veirusýkingar úr gróðurhúsum og því mikilvægt að gæta allrar varúðar við innflutning ef hann á að vera. Ég fagna því þeim orðum ráðherra að hann sé að huga að endurskoðun á þeim málum og vona að það takist á þessu ári í góðri samvinnu við bændur og landbúnað.