150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

endurskoðun reglugerðar nr. 189/1990.

601. mál
[21:03]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er rétt að það má vernda plönturíki hér og verjast tjóni í mörgum atriðum fyrir utan þessa reglugerð, eins og ráðherra benti á hvað varðar tollalög og ýmsar aðgerðir sem er verið að huga að núna í landbúnaðarráðuneytinu og ég veit um. Er það vel. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli því að eins og við vitum er ósamræmi í ýmsum hlutum. Vil ég t.d. nefna að ég veit að það er bannað að flytja inn verkfæri eða vinnuvélar sem hafa verið í notkun í erlendum jarðvegi en síðan eru kannski flutt inn jólatré eða aðrar plöntur sem bera með sér þann sama jarðveg. Það þarf að samræma þetta í mörgum þáttum og til þess eru margar leiðir, eins og bent hefur verið á, og er bara fínt að verið sé að vinna að því. Ég vil þakka fyrir svörin. Ég veit að ráðherra gengur að þessu eins og öðru og að endurskoðunin verður kláruð.