150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[17:16]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Nei, við erum ekki að gefa út stafrænan gjaldmiðil. Þetta er í raun rafrænt gjafabréf með virkni sem er svipuð og afsláttarkóði. En ástæðan fyrir 100 milljónunum og 25 milljónunum er ríkisaðstoð. Neytendur eru ekki með sérstakar upplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækjanna eða hvenær fyrirtæki er að nálgast 25 milljónirnar eða 100, en kerfið sem við keyrum eða erum að kaupa þjónustu fyrir mun vita hvenær fyrirtækið fer upp í hámarkið.