150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[17:21]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Neytendur sem eiga kröfu á fyrirtæki sem selja pakkaferðir eru Íslendingar í bland við erlenda ferðamenn sem eru líka í þeim hópi. Ég hef ekki upplýsingar um það hvernig það skiptist, hversu hátt hlutfallið er, hversu margir Íslendingar eiga ferðir seldar út og eiga inni kröfu og hversu margir erlendir ferðamenn eiga inni ferðir hér. Frumvarpið hefur verið í þingnefnd og mikið hefur verið rætt um það. Tíminn vinnur ekki með þeirri stöðu og ég veit ekki betur en að einhver fyrirtæki hafi endurgreitt hluta af greiðslunum. Ég veit ekki hver staðan á þeim fyrirtækjum þegar fólk fer að ferðast í sumar og hver staðan verður á löggjöf um pakkaferðir og (Forseti hringir.) hvort fyrirtæki verða farin að endurgreiða í meira mæli. Ég get því ekki svarað því með vissu hversu hátt hlutfall Íslendinga er með kröfur í fyrirtækjum hér samanborið við þá 1,5 milljarða sem þessi aðgerð er talin kosta.