150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[18:37]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tek undir þetta. Það er í lögum um þingsköp að fjalla eigi um málefnið og nú hefur hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson útskýrt að þetta tengist málinu. Menn fara ótrúlega frjálslega með túlkun á ákvæðinu. Menn fara út í móa og forseti segir ekki: Heyrðu, þið eruð komnir út í móa. Þannig að ég vil benda hæstv. forseta þingsins, sem nú situr á forsetastóli, á að fara mjög varlega þegar hann stígur inn í umræðu án þess að haft sé víðtækt samráð við þingflokka við túlkun á þessum lögum. Hér er stíga menn inn í umræðu með sína túlkun á lögunum sem gengur í berhögg við þá hefð sem skapast hefur á Alþingi Íslendinga til að tryggja málfrelsi þingmanna.