150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[19:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allsh.- og menntmn. (Guðmundur Andri Thorsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir það. Við ræðum þetta eflaust. Það er annað sem kemur upp í hugann núna. Talað er um það í frumvarpinu að lánþegar yfir 35 ára aldri eigi að eiga sama rétt og aðrir á barnastyrkjum og öðrum styrkjum. Ég velti fyrir mér hvort ekki væri sanngjarnt í þessum sama anda að þeir sem eru 35 ára og eldri hafi þá líka möguleika á því að hafa endurgreiðslur á lánum sínum tekjutengdar. En ekki er gert ráð fyrir því í núverandi frumvarpi.