150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

afbrigði.

[10:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Svo háttar til um 2. og 3. dagskrármálið að þingmálunum var útbýtt eftir 1. apríl og ekki er liðinn sá frestur sem 3. mgr. 37 gr. þingskapa áskilur, þ.e. svokölluð fimm daga regla. Þarf því að leita samþykkis fyrir því að taka málin á dagskrá.

Lítur forseti svo á að afbrigðin séu samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum við því. Svo er ekki og eru afbrigðin því samþykkt og málin koma til umræðu síðar á þessum fundi.