150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

frumvarp um skilgreiningu tengdra aðila í sjávarútvegi.

[11:02]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Stutta svarið við spurningunni er: Já, það er allt opið í þeim efnum. Það er þingsins að endingu að ákveða hver niðurstaðan í því verður. Ég tel sjálfsagt að ræða alla kosti og galla við þann tíma sem gefinn er til aðlögunar að svona stórri breytingu. Ég geri mér fullljóst að hún er umdeild og verður það. Mörg álitaefni koma upp í tengslum við þetta. Ástæðan fyrir því að ég fór til þessa verks að óska eftir þessu sérstaklega, var sú að það er knýjandi þörf á því, fyrir alla aðila máls og alla sem fiskveiðistjórn snertir, að heimildir séu sem skýrastar í þessu. Ef við eigum færi til þess að gera þetta styttra hlýt ég að fagna því. Finnum bara leiðir til þess.