150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[21:01]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessar hugleiðingar. Hann spurði um reksturinn á þessum hleðslustöðvum. Það er gert ráð fyrir því að einstaklingar geti sjálfir sett upp sínar hleðslustöðvar. En fjöleignarhúsin geta tekið sameiginlega ákvörðun um að setja upp slíkar hleðslustöðvar fyrir sameignina þar sem allir taka þátt, hvort sem stæðin eru innan eða utan dyra, og ég held að það sé bara mjög mikilvægt. Það er líka tekið á því að aðgengi að þeim hleðslutækjum sé fyrir alla. Og eins kom líka fram að þau séu jafnvel á mörkum stæða fyrir fatlaða og ófatlaða. Ég held að sú hugsun að allir geti notið og beri sambærilegan kostnað komi ágætlega fram í þessu og það er mér og fyrirspyrjanda mjög hugleikið að það sé þannig.