150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[21:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nokkuð um liðið frá því að við sömdum þetta nefndarálit og málið hefur legið í salti í því ástandi sem verið hefur í samfélaginu. En fram komu athugasemdir um að of langt væri gengið í því að þetta væri sem sagt sameiginlegt verkefni í húsfélagi og einstaklingar ættu að geta tekið sérstakar ákvarðanir um að vera ekki með, þannig að þau sjónarmið komu fram. En umsagnir flestra tóku undir markmið frumvarpsins og töldu mikilvægt að það næði fram að ganga. Það er nú það sem ég get sagt um þetta. Það er auðvitað þekkt fyrirbæri, sérstaklega í nágrannalöndum okkar, að rekstur bílastæða, jafnvel í fjölbýlishúsum, sé í sérfélögum innan þeirra, þannig að það eru svo sem ýmsar leiðir sem hægt er að fara í þessu.