150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

störf þingsins.

[10:36]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti verður vegna þessara orða hv. þingmanns að vekja athygli á því að hv. þingmaður beindi orðum sínum að og nafngreindi eina þrjá aðra þingmenn eða vísaði þannig til þeirra að ljóst mátti vera (Gripið fram í.) hverjir það — forseti er að tala — væru og fór um þá sumpart nokkuð hörðum orðum. Það hefði verið við hæfi að hv. þingmaður hefði valið að beina orðum sínum til eins af þessum þingmönnum og gera honum viðvart sökum þess að þeir þingmenn sem þarna máttu sæta aðkasti frá hv. þingmanni eru ekki hér á mælendaskrá undir liðnum störf þingsins. Þannig að forseti átelur þessa framkomu.