150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

um fundarstjórn.

[11:09]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja þá þingmenn sem hér eru í salnum, og þá sem ég nafngreindi áðan, afsökunar á því að hafa ekki látið þá vita áður en ég fór í ræðustól að ég ætlaði að ræða þau mál sem ég gerði. Mér er það bæði ljúft og skylt og mér finnst það góð regla og formaður míns þingflokks tók undir það og ég mun ekki láta þetta henda mig aftur.