150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[11:37]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég stóla einfaldlega á það að nú, þegar málið fer aftur í nefnd, verði settar skýrar línur um að fyrirtæki í skattaskjólum sem hafa leynt og ljóst, vísvitandi og með fullum vilja reynt að koma í veg fyrir það með öllum hætti að greiða í okkar sameiginlegu sjóði komi ekki til með að nýta sér hlutabótaleiðina. Mér er nákvæmlega sama þó að þau hafi orðið 100% af sínum tekjum, mér gæti ekki verið meira sama. Þau eiga engan rétt á því að koma til íslenskra skattgreiðenda og krefjast þess að þeir hjálpi þeim þegar þau hafa ekki sýnt snefil af sómatilfinningu og greitt í okkar sameiginlegu sjóði.