150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[11:50]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég spyr mig hvort ríkisstjórnin sé alvarlega veik af Covid og þess vegna sé hún með óráði og þess vegna sé hún að setja þessi lög. Eitthvað alvarlegt hlýtur að vera að. Við getum ekki sett lög þar sem við erum að auðvelda uppsagnir, ætlum að borga uppsagnirnar, og síðan auðvelda því fyrirtæki að brjóta launalög. Þetta er algerlega út í hött og það hlýtur að vera eitthvað alvarlegt í gangi hjá ríkisstjórninni ef hún ætlar að láta þetta fara svona í gegn.