150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[11:54]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Öðruvísi mér áður brá. Mér finnst sem ég hafi heyrt mörg þau sem finna þessu allt til foráttu tala, á fyrri stigum þeirrar kreppu sem við erum í, um hvað við eigum að gera varðandi ferðaþjónustufyrirtæki, lítil og meðalstór, um allt land, hvernig við eigum að koma til móts við þann gríðarlega tekjusamdrátt þar, hvaða ferðaþjónustufyrirtæki eigi að vera til staðar til að koma okkur úr kreppunni. Ríkisstjórnin er að bregðast við þessu í einu af fjölmörgum málum sínum. Hér er talað eins og verið sé að gera allt fyrir atvinnulífið. Ég hvet þá hv. þingmenn sem hér tala til að fara um land og ræða við rekstraraðila ferðaþjónustufyrirtækja, ræða við starfsfólk þeirra og segja: Mér finnst frekar að fyrirtækið þitt eigi að fara á hausinn af því að ég ætla ekki að taka þátt í því að halda þessu á lífi til að þú getir aftur fengið vinnu.

Ég hvet hv. þingmenn sem tala hér, í sinni popúlísku umræðu, (Gripið fram í: Ja, hérna.) án þess að horfa á stóru myndina, til að fara þann rúnt um landið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)